Ég hitti sem sagt tvo Bolvíkinga þarna á Flúðum á laugardagskvöldið. Hér er um að ræða mann og konu. Ég efast um að þau þekkist nokkuð að ráði. Það er 12 ára aldursmunur á þeim. Hann er eilítið eldri en ég sjálfur, hún er talsvert yngri. Hún er fyrrverandi nemandi minn, úr fyrsta árgangnum sem ég kenndi íslensku í 10. bekk. Þau eiga það sameiginlegt að hafa oft farið í göngur í Tungudal, Hliðardal og Skálavík. Þau eiga það líka sameiginlegt, og nú þrengist heldur betur hringurinn, að feður þeirra beggja eru framsóknarmenn og hafa tekið þátt í starfi framsóknarfélagsins í Víkinni.
Hvert er fólkið?
Erla Rán?
SvaraEyðaNei, nei, en frænka hennar samt, af 82 árgerð.
SvaraEyðaÞá hlýtur þetta að vera Jónína Jóns..
SvaraEyðaJá, rétt er það.
SvaraEyðaEn hver er karlinn?
Hann er járniðnaðarmaður.
Eldri en ég, yngri en Atli bróðir og hefur alla tíð notað gleraugu.
Er hann löngu fluttur frá Bolungavík? Held að ég þekki engann karlmann sem er járniðnaðarmaður.
SvaraEyðaEigum við "lambakjötið" að þekkja hann?
SvaraEyðaÓmar Dagbjartsson
SvaraEyða