föstudagur, apríl 20

Hver er Víkarinn?

Hitti Víkara í dag.
Hann er eldri en ég, en yngstur í systkinahópi sínum.
Hann er frændi minn.
Hann er frændi margra annarra Bolvíkinga. Þeirra á meðal eru Jenný bekkjarsystir mín, Maggi og Belli og Þröstur leikstjóri Guðbjartsson.

Hver er maðurinn?

8 ummæli:

  1. Nafnlaus10:59 e.h.

    Er það nokkuð hann þarna sem að söng "Geim handa tveim...geim um allan heim..."?

    Nei, nei, ég segi nú bara svona....þekki ekki marga Bolvíkinga;o)

    Heiðrún

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:25 e.h.

    Þetta getur bara ekki verið annar en Svenni Ragnars... Bjór á barnum?

    SvaraEyða
  3. Þetta er hvorki Jónas Pétur né Svenni Ragnars. Hvorugur þeirra er yngstur í systkinahópi.

    Og það er enginn bjór í boði.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus10:11 f.h.

    Valdi hans Hrauna.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:37 f.h.

    Ómar Dagbjartsson

    SvaraEyða
  6. Hemmi hressi veit lítið um ættir Bolvíkinga, það leynir sér ekki. En sá nafnlausi á sem svarar á undan honum er heitur.

    Umræddur Bolvíkingur er mjög dökkur yfirlitum, svarthærður og alltaf brúnn. Hann fæddist í síðasta mánuði ársins 1966.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus7:26 e.h.

    Sæll frændi
    Er þetta hann litli bróðir minn?

    SvaraEyða
  8. Yes, Björk er með þetta.
    Auðvitað er maðurinn Hjalli Gunn!

    SvaraEyða