mánudagur, apríl 2

Af fuglum og vorkomu

Ég hef ekki séð lóu enn, en hef frétt af henni í túninu í Arnarholti. Álftirnar koma þessa dagana í stórum flokkum. Á laugardaginn var ég að aka á Skeiðunum og sá tvo álftahópa á engjum. Fuglarnir skiptu hundruðum. Þetta voru tveir risastórir hvítir flekkir af fuglum. Um nóttina vaknaði ég við mikið álftakvak. Ég fór út í dyr og lagði betur við hlustir. Það var greinilega gríðarstór hópur álfta í kvosinni niðri við Reykjavelli.

Það er tiltölulega stórt votlendissvæði hér í Tungunum. Eitthvert svæði sem hlýtur að vera samkomulag um að halda óræktuðu. Þar er kjörsvæði fyrir margar fuglategundir. Þetta er í Eystri-Tungunni, alveg við brúna við bæinn Krók. Ég man ekki hvað þessar mýrar eru kallaðar. Það er ekki nema örskotsstund verið að aka þangað héðan úr Reykholti. Þangað fór ég í morgun að svipast um eftir fuglum. Ég varð ekki var við neitt spennandi. Ekki í þetta skiptið. En í dag sá ég samt gæsahóp í Skálholti.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus5:04 e.h.

    Kalli minn. Þú gætir farið að endurnýja kunnáttu þína í að telja fugla?? Bróðir þinn gæti kannski farið með þér !!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:55 e.h.

    Svæðið sem þú talar um heitir Pollengi.

    Bkv. Aðalheiður

    SvaraEyða