laugardagur, mars 31
Af stangveiði og nefsogshljóðum
Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við stangveiðimanninn Jón Mýrdal sem er tilbúinn í slaginn. Á morgun er 1. apríl og þá fara þeir að stjá stangveiðimennirnir og taka fyrstu köst vorsins. Mér þykir reyndar gaman að vera úti við eitthvert stöðuvatn eða læk í þögn góðu sumarveðri og reyna að veiða. En það var ekki þess vegna sem ég las viðtalið við stangveiðimanninn, heldur gerði ég það vegna þess að mér fannst ég eitthvað kannast við manninn á myndinni með viðtalinu. Það rann svo upp fyrir mér að þetta er liklega sá sami Jón Mýrdal sem var skólabróðir minn í FVA og lék með Gísla Magg og Sigurdóri í hljómsveitinni Power frá Borgarnesi. Í þá daga var hann gamansamur með afbrigðum og líka fínn trommuleikari. Á kasettu sem kom út eftir Hæfileikakeppnina 1992 saug hann svo hressilega upp í nefið um leið og hann taldi inn í eitt laganna að það þótti ástæða til að taka það fram á kasettuhulstrinu að nefsogshljóðin væru komin frá honum. Það þótti mér æðislega fyndið.
Ég hlustaði alveg ótrúlega mikið á þessa kasettu og þótti hún alveg mögnuð.
SvaraEyðaÆtli hún sé ekki til ennþá?
SvaraEyðaHæ Kalli
SvaraEyðaakvad ad kvitta fyrir mig her a sidunni lika :) Mer finnst thid eiga alveg rosalega flotta krakka og gaman ad heyra um lifid i sveitinni.
kær kvedja, Erla
Minnist ég þess að við Gísli kölluðum Mýrdal aldrei annað en Kjarval.
SvaraEyðaHvers vegna, man ég ekki.
Kv,
Orri.
Haha.. Jú jú .. sami Mýrdal, og var kallaður Kjarval, ég man ekki alveg afhverju heldur. En minnist þessa að hann bað stundum um að sér yrði skutlað heim á Kjarvalstaði (heim til sín) :-)
SvaraEyðaEn varðandi nefsogshljóðin, þá var ég víst valdur að þeim, þar sem ég stóð við hliðina á trommusettinu þegar við tókum þetta upp í bílskúr á Leifsgötunni (þar sem Biggi Baldurs býr núna).
Já og ... nafnið P.O.W.E.R. = Popes of Western Europe Re-unite!!
Skemmtilegt tímabil.
kv.
SG