þriðjudagur, apríl 24

2 villur

Þegar ég var í 3. bekk var í fyrsta sinn lagt fyrir mig stafsetningarpróf. Þá var Beta á Sólbergi að kenna bekknum mínum. Stofan okkar var endastofan á miðhæðinni. Ég man það eins og gerst hefði í gær að ég fékk tvær villur. Ég skrifaði þaug í stað þau og auðvitað skrifaði ég karl með stórum upphafsstaf. Nema hvað!

1 ummæli:

  1. Nafnlaus2:07 e.h.

    Mér er enn í fersku minni er ég fékk dæmda á mig villu fyrir að vera viðutan. Allt annað reyndist rétt stafsett. En ég ritaði sumsé orðið "punktur" í lok setningar.

    Kv,

    Orri.

    SvaraEyða