Umslagið er svona:

Ég á þessar upptökur. Ég þekki nefnilega tónlistarmanninn og kennarann Hjört Hjartarson á Selfossi. Hann er með með í tónlistaruppeldismeðferð. Gefur mér klezmertónlist í bílförmum og stingur svo að mér ýmsu öðru forvitnilegu. Þessar upptökur fékk ég hjá honum.
Úr því ég er sannarlega orðinn þátttakandi í glæpnum, bæði með því að eiga þessar upptökur og eins með því að segja frá þeim hér á opinberum vettvangi, hafði ég hugsað mér að setja eitt lag af þessu inn á Vefinn. En svo á ég í einhverju basli með það. Kannski ég geri aðra tilraun síðar.
Til frekari skýringar: Textarnir eru stafrófskverin góðu eftir Dr.Seuss, Kötturinn með höttinn og það fólk allt.
SvaraEyðaAðstandendur þess góða doktors eru búnir að láta loka síðunni, en þessa vikuna virkar þetta: http://www.bigozine2.com/archive/ARrarities07/ARdylanhears.html .
Þarna eru fáanlegir hinir nytsömustu stígvélaleggir.
Hj