fimmtudagur, febrúar 8

Meiri snjó

Það snjóar ekkert hérna hjá okkur í sveitinni. Þetta er þriðji veturinn okkar hér í Reykholti og enn hefur ekki fest snjó í gil og lautir. Börnin fá ekki að kynnast því vetrarumhverfi sem ég ólst upp í fyrir vestan. Hákon á Stiga-sleða sem hann eyðilagði um daginn þegar hann tók upp á því að renna sér í því sem honum fannst vera snjór en var náttúruelga ekki snjór. Bræðurnir í næsta húsi við okkur renna sér á sleðum dag eftir dag í brekkunni hérna fyrir ofan þessi hús. Það er samt ekki snjór í þessum brekkum. Greyin litlu. Bráðum verða þeir líka búnir að eyðileggja sleðana.

Það sem það gat verið gaman að stökkva ofan í djúpa skaflana og renna sér niður lautirnar.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus9:13 f.h.

    Það er fortíðarþráin eina ferðina enn.

    SvaraEyða