föstudagur, febrúar 23

Hvaðan þekki ég þig?

Yfirleitt er ég mjög mannglöggur. Ég man andlit og líka nöfn. En það klikkar líka þetta góða minni. Í Hagkaupum í Smáralind í þessari viku rak ég augun í konu á mínum aldri. Eitthvað sagði mér að ég ætti að þekkja hana en ég kom því ekki fyrir mig hver hún væri þannig að ég leit strax aftur á hana. Hún leit á mig um leið og var á svipinn eins og hún ætti að þekkja mig. Hún sagði hæ. Ég nikkaði til hennar og reyndi að vera vera kurteis og brosti - hélt svo leið mína. Ég bara man ekkert eftir því hvaðan ég þekki þessa konu. Þessa tilfinningu þekkja margir, það veit ég. En þetta er næstum nýtt fyrir mér.

6 ummæli:

  1. Nafnlaus11:30 e.h.

    Ef að þetta kemur fyrir mig, að ég þekki ekki viðkomandi með nafni, þá segi ég við sjálfa mig að ég þekki hana af djamminu ;)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:45 e.h.

    Kalli minn, þú er að eldast. Þetta flokkast undir elli og kemur fyrir bezta fólk með aldrinum.
    Þú vaknar með nafn hennar í huganum einhvern morguninn, trúðu mér.

    SvaraEyða
  3. Þetta var ekki ég, svo mikið er víst!! ;o)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:15 f.h.

    Ég lendi stöðugt í þessu. Vikulega, held ég bara. Og til þess að viðkomandi haldi ekki að ég sé merkilegur með mig fer ég ævinlega í leikrit og þykist þekkja viðkomandi.

    Skil ekki hvað þetta er. Ég er stálminnugur á það sem ég les og heyri. En fólk; það er eitthvað mikið að mér í því sambandi.

    Orri.

    SvaraEyða
  5. Rétt í þessu var ég skoða myndir af þér og Kristleifi, Snorra og Heklu og öllum nágrönnum ykkar. Ég hugsa að ég hefði munað eftir þér.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus8:22 e.h.

    Blessaður Kalli,
    Ég kannast við þetta vandamál..í svona aðstæðum er mikilvægt að bregðast rétt við. Lykillinn er að gefa sig á tal við viðkomandi og stjórna samtalinu frá A til Ö. Spyrja hvað sé að frétta af fjölskyldunni, hvort viðkomandi sé ekki að vinna á sama stað.. o.s.frv. Ef þetta gegnur ekki þá ertu í vondum málum.
    kv.Hálfdán

    SvaraEyða