Nei sko!
Það er bara búið að gæðavotta hljómasetningu mína af Eurovision laginu af höfundinum sjálfum (sjá komment)!
Krakkarnir í tónmennt hjá mér í skólanum syngja þetta lag í d moll. Ég hugsa að ég fari með það í f moll, kannski e moll. Það er einn mjög hár tónn þarna „Ég FÆÆÆÆÆ aldrei nóg!" Þar fer Eiríkur upp á G sem er svo sem ekkert fyrir hann.
Það er gaman að krökkunum. Þeir eru ekkert allir á því að vilja syngja þetta lag. Sumir héldu með einhverju öðru lagi í undankeppninni og eru bara svekktir með úrslitin. Í fyrra þurfti ekki að biðja krakkana um að taka undir í laginu hennar Silvíu Nætur. Þá voru allir til í það.
He, he, Júróvisionlögin misvinsæl. Ég man að krakkarnir í Grundaskóla tóku vel undir í Birtulaginu eða Angel. Það eru ekki endilega bestu lögin sem fólk vill syngja;o)
SvaraEyðaÉg syng lagið í C moll. Ég syng mjög mörg lög í C moll. Kannski er það líka vegna þess að mér finnst C moll skemmtileg tóntegund á píanóinu;o)
Það er ekki gítarleikaratóntegund! Ég spila nánast aldrei lög í c moll, þarf þá að hugsa óþægilega mikið á meðan alla vega.
SvaraEyðaJá, einmitt. Gunni er alltaf með capo þegar að hann spilar með mér.
SvaraEyðaVið erum alltaf að spila og syngja saman. Það væri ekki verra ef þú værir nálægt Kalli minn. Af hverju gerðum við þetta aldrei á Skaganum???