föstudagur, febrúar 9

Blekið volgt í byttunum

Heyrði í hljómsveit í útvarpinu í morgun. Hún heitir Hjaltalín og er skipuð ungu fólki á menntaskólaaldri. Þetta eru alveg hreint gríðarlega klárir krakkar þegar kemur að músík. Við í Bleki og byttum erum svo nútímalegir og up to date, þótt við séum svona ógeðslega gamaldags tækifæris- og ballhljómsveit, að við kynntumst þessari hljómsveit fyrir löngu löngu löngu. Hún spilaði með okkur í afmælisveislu í hitteðfyrra í Hlégarði. Sömu sögu er að segja af hressu strákunum í Sprengjuhöllinni, sem er að verða vinsæl hljómsveit núna. Þeir spiluðu í pásunni hjá okkur á réttarballinu í Aratungu í hitteðfyrra. Og af því að við erum að líta til þessara ungu hljómsveita til að læra af þeim vatt ég mér inn á skólaball í Aratungu eftir aðalfundinn í gær. Þar endaði ég upp á sviði með Veðurguðunum og spilaði með þeim tvö síðustu lögin á gítar.

Ég verð að spila með DBS í einkasamkvæmi í Þorlákshöfn í kvöld.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus12:43 f.h.

    Maður er ekki maður með mönnum nema að hafa spilað með Kalla Hallgríms....hehe :D
    Gaman að sjá að þú ert alltaf að spila á fullu :D

    Kveðja ofan af Skaga, Hinrik Þór

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:17 e.h.

    Ertu ekki lífs????
    Heyrði í þessari hljómsveit hjá Jóni Ólafs, hafði gaman af (þrátt fyrir háan aldur) sem og aðrar hljómsveitir sem voru í sama þætti.

    SvaraEyða