mánudagur, janúar 15

Lennon, Jesus og Loftur


Meðan ég var að ganga frá eldhúsinu eftir kvöldmatinn í gær var Hákon á fjarstýringunni á sjónvarpinu og nam staðar á Sirkus þar sem Lennon var að spila tónleika með stóru bandi. Mé sýndist á textanum sem kom á skjáinn á eftir tónleikunum að þetta væru tónleikar frá árinu 1972, en félagi Orri var að blogga um þetta líka og hann heldur að þetta hafi verið með allra síðustu tónleikum sem Lennon spilaði.

Orri tók eftir að annar trommarinn hafi verið Jimmy Keltner. Mér sýndist ég aftur á móti sjá Jesú Krist spila á rafmagnsbassa! Eða var það Loftur bassaleikari í 5. herdeildinni og Hrauni? Honum svipaði alla vega til þeirra beggja.

2 ummæli:

  1. Ég finn ekki mynd af gæjanum - ég veit ekkert hvað hann heitir. Hann er reyndar þarna á myndinni en sést varla því hún er svo smá. Hann er annar frá vinstri, klæddur hvítum kufli.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:27 f.h.

    Þessi Jesúlegi maður er Gary Van Scyoc.

    Jamm, asskoti flott holning á manninum.

    Kv,

    Orri.

    SvaraEyða