Manga Hall húsið er farið. Mér fannst eins og það hafi staðið annað hús á þeirri torfu, þarna innan við salthúsið. En það var bara vitleysa í mér. Ég fór að spyrjast fyrir um þetta um daginn. En það voru tvær íbúðir í þessu pínulitla húsi og það bjugga þar tveir gamlir Magnúsar. Þangað kom ég stöku sinnum inn í litla forstofu þegar ég var að hjálpa frænda mínum, Rúnari Arnarsyni, við að bera út Morgunblaðið.
Fanney (amma Gunnu Ásgeirs) bjó í norðurendanum en Mangi Hall og síðar Magnús hjá honum í suðurendanum. Kannski mannst þú eftir húsi sem stóð að norðanverðu við þetta, þar bjó Steina Júl (afasystir þín) og það hús var síðar flutt framm á Hanhólsholt.
SvaraEyða