fimmtudagur, desember 7

Jólakortin hennar Emelíu Rakelar


Gling gló
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þið munið sennilega einhver eftir systurdóttur Grétu, litlu stúlkunni sem eyddi jólum síðasta árs á sjúkrahúsi í Boston, þar sem hún gekk undir erfiðar hjartaaðgerðir, hverja á fætur annarri.

Þessi jólin verður hún heima hjá allri fjölskyldu sinni. En hún þarf að fara aftur út til Boston á næsta ári þar sem fleiri aðgerðir verða gerðar á henni. Grétu langaði að styðja við bakið á henni og foreldrum hennar með einhverju móti. Þetta kort og fimm önnur gerði hún og hefur látið prenta þau í nokkru upplagi. Þau eru til sölu hjá okkur og ágóðinn af sölunni rennur óskiptur í sjóð foreldra Emelíu vegna næstu utanferðar.

Allar frekari upplýsingar hér:
gretagisla@simnet.is

1 ummæli:

  1. Nafnlaus3:16 e.h.

    Gleymdu ekki að ég er með nokkur kort sem ég get látið, þ.e.a.s. ef einhverjir Bolvíkingar vilja styðja þetta góða framtak Grétu.

    SvaraEyða