
Ég var að vafra um Vefinn í gær og fór að njósna um fólk í gamla vinahópnum frá því ég var í fjölbraut á Skaganum. Heimsótti meðal annars síður þessara kvenna. Það hafði ég ekki gert áður. Ég tók þessa mynd af síðu Kiddu. Sjáið hvað þær eru ánægðar með lífið. Það er frábært að vita af því að fólki sem manni þykir vænt um líður vel. Ég hef grunsemdir um hvernig stendur á þessari hamingju hjá annarri skvísunni. Svanfríður Þóra er nýorðin móðir í fyrsta sinn. En ég hef ekki hugmynd um hvers vegna Kristín Þórhalla er svona ofboðslega hamingjusöm.
Þær eru sko bara sætastar þessar skvísur og það geislar alveg af þeim báðum.
SvaraEyðaÉg hugsa að hún Kidda mín sé bara ástfangin upp fyrir haus;)
Ah hún Kidda mín! Hún hefur alltaf verið glaðvær hún Kidda enda skapgóð með afbrigðum. Við höfðum ekki hisst í langan tíma þegar essi mynd er tekin svo við héldumst bara í hendur. Það er nú reyndar kominn tími á gott reunion, kannski bara heima hjá mér!
SvaraEyðaEða heima hjá mér!!!!
SvaraEyða