sunnudagur, október 15

Gott mál

Ég var einu sinni beðinn að þýða unglingabók úr dönsku. Þegar ég sagði útgefandanum að ég efaðist um að ég væri nægilega góður í dönsku til að treysta mér í það sagði hann að það skipti engu máli - ég þyrfti að bara að vera góður í íslensku. Mér datt þetta svona í hug þegar ég las þetta á www.fotbolti.net.

„Sá síðari, Carlo, held ég hafa verið afleiðing af því hvernig hann féll í grasið, en sá fyrri, sem Petr er, ég er ekki viss um hvort hann sé kaþolikki, en hann er heppinn að vera á lífi. Mér fannst það slæmt. Hraði markvarðarins er hann renndi sér á vellinum og hnéð sem kom af krafti, það eru mismunandi áttir, maður getur ímyndað sér afleiðingar þess. Fyrir mér var þetta til skammar."

2 ummæli:

  1. Já, ætli það sé ekki mikilvægara að vera góður í íslensku en í dönsku.....ég verð að viðurkenna að ég skildi eiginlega ekki hvað stóða þarna....þetta var eins og útlenska fyrir mér;o)

    SvaraEyða
  2. Þetta var nú meiri steypan. En það er samt rétt að maður þarf að vera betri í að koma hlutunum frá sér á íslensku ef maður ætlar að þýða. Þá skiptir oft engu máli hvað maður kann mikið í erlenda málinu.

    erla k

    SvaraEyða