sunnudagur, júlí 30

Bíltúr á nýja bílnum


Bræðurnir
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
VIð skruppum á Akranes í gær. Gréta tók með sér mynd sem Skagamaður hafði séð á sýningunni í Slakka og keypt af henni. VIð bönkuðum upp á á tveimur stöðum án þess að nokkur kæmi til dyra. Við hittum samt fólk sem við þekkjum, fyrst Ingþór og Jóhönnu og svo Orra Harðar.

Á leiðinni heim stoppuðum við í Botnsdal og grilluðum og fórum í smá gönguferð. Krakkarnir sofnuðu svo á leiðinni yfir Lyngdalsheiðina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli