föstudagur, júní 9

Góðir fótboltamenn

Ég hef lítið fylgst með fótbolta upp á síðkastið. Meðan ég bjó á Skaganum fylgdist ég mjög vel með ÍA liðinu og fyrir vestan tók ég alltaf á einhvern hátt þátt í starfinu í kringum fótboltann, ef ég var ekki að spila sjálfur. Svo hef ég nú líka farið á völlinn að sjá Valsmenn þegar Danni hefur verið með. Nú er hann illa meiddur og spilar ekki svo ekki dregur hann mig á völlinn. Það er líka svolítið langt að fara héðan úr Biskupstungunum. En ég ætla á einhvern leik í sumar og taka Hákon með.

Það gengur illa hjá Skagamönnunum núna. Ég sá þá spila í sjónvarpinu um daginn. Það var ekkert spes. Ég hef líka séð önnur lið í þessum leikjum sem hefur verið sjónvarpað. Það er nú aldrei að marka þetta því að fara á völlinn er allt annað og betra. Það eru nokkrir leikmenn sem hafa vakið athygli mína fyrir góðan leik. Það eru meðal annarra þessir:

Jónas miðjumaður í Keflavík. Mér líst vel á hann.

Birkir Sævarsson sem núna spilar sem hægri bakvörður í Val. Ég hef oft séð hann spila þegar ég hef farið til að horfa á Danna. Þá var hann ýmist frammi eða úti á kanti. Hann lítur miklu betur út í bakverðinum.

Guðmundur Benediktsson í Val er að spila gríðarlega vel.

Bjarni Guðjónsson í ÍA. Frábær leikmaður.

Davíð Þór Viðarsson miðjumaður í FH.

Viktor Bjarki í Víkingi.

Ég veit ekki hvort þetta eru bestu spilararnir í deildinni fram til þessa því ég hef ekki séð þá spila nema í sjónvarpinu og þá bara voðalega lítið. En miðað við hvernig þeir virka á skjánum hjá mér hljóta þeir að vera góðir.

Nú byrjar HM í dag. Ég á von á góðu móti. Ætli Englendingarnir komi bara ekki öllum á óvart og vinni þetta? Steven Gerrard verður maður mótsins.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus11:32 f.h.

    Einhverntíman var ég búin að hóta því að flytja að heima þegar heimsmeistarakeppnin væri, ætli sama verði ekki upp á teninginn í ár? En þá hafði ég ekki tölvuna og ættfræðina, verður kannski léttbærara núna :)

    SvaraEyða