sunnudagur, maí 7

Góður kennari

Ef sá kennari sem maður lærir mest hjá er besti kennarinn þá er einn besti kennari sem ég hef haft maður sem lítur örugglega ekki á sig sem kennara.

Þegar ég var kominn í Menntaskólann á Ísafirði keypti ég mér 7 tíma í gítarkennslu hjá Magga Hávarðar, sem þá var nýkominn aftur heim í Víkina. Hann hafði verið að læra í FíH og spilað töluvert í hljómsveitum um nokkurt skeið. Ég lærði alveg rosalega mikið af honum. Ég lærði eiginlega það sem hefur gagnast mér þangað til núna - í 16 ár.

Nú langar mig að læra meira í tónlist. Mig langar að verða hraðlæsari á nótur. Með það að markmiði skiptir kannski ekki öllu máli á hvaða hljóðfæri ég læri. Ég er að hugsa málið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli