Ég man eftir sjónvarpsþáttum, mjög skemmtilegum þáttum, um félagslíf í framhaldsskólum landsins sem hér Annir og appelsínur. Þá þótti það örugglega svakalega ferskt og flott heiti á sjónvarpsþætti. Það þætti ógeðslega lélegt núna. Þannig er nú það.
Mér finnst eins og ég hafi einhverntíma áður minnst á það hérna á síðunni, e.t.v. fyrir löngu síðan, hvað ég var stoltur af Jónasi frænda mínum þegar hann söng og lék lagð sitt Geim handa tveim í þessum þætti fyrir sirka 22 árum síðan. Það var svona (þori þó ekki að ábyrgjast að þetta sé nákvæmlega rétt):
Geim handa tveim
geim um allan heim
geim handa tveim
aðeins þeim tveim
Ó, komdu með mér heim
í geim handa tveim
við svífum inn í draumaheim
geim handa tveim
Oh, I love you
you love me too
I love you three
and you love me
P.s. Ekki láta Jónas Pétur vita af þessari birtingu ljóðsins hans. Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig stefgjöldin yrðu innheimt!
Ertu að segja mér að það séu 22 ár síðan!!!!
SvaraEyðaÞessi þáttur var til á vídeospólu hjá ömmu og afa og ég kunni hann utan að og söng með öllum lögunum. Þessi þáttur þótti takast mjög vel og var talað um að ásókn í FVA hefði aukist eftir sýningu hans:o)
Ég man alveg greinilega laglínuna við "Geim handa tveim" ;o)
Ja það hljóta að vera þetta mörg ár síðan. Þessi Jónas frændi minn er fæddur 67 og var örugglega þetta 17 - 18 ára þegar þetta var.
SvaraEyðaÞetta voru góðir þættir.