sunnudagur, apríl 16

Passíusálmarnir (í síðasta sinn)

Það var merkisviðburður í rokksögu þjóðarinnar á tónleikunum í gær. Í fimmtugasta og síðasta sálmi stigu fram Magnús Guðmundsson, söngvari og Þorsteinn Magnússon, gítarleikari. Þar með var hljómsveitin Þeyr öll komin saman, en það er komið hátt á þriðja áratug síðan það gerðist síðast. Hinir í hljómsveitinni, þeir Gulli, Sigtryggur og Hilmar Örn voru í Píslasveitinni sem lék undir í öllum sálmunum.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus3:47 e.h.

    Algjörlega frábærir tónleikar. Kærar þakkir.
    Skagakona

    SvaraEyða
  2. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða
  3. Það er ánægjulegt að vita að þér hafi líkað tónleikarnir. Takk fyrir komuna. Þetta er enn jafndularfullt hjá þér sem fyrr. Ég hitti skagamann fyrir tónleika í gær, kannski Skagakonan tengist honum?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:22 e.h.

    Það er bara aldrei að vita ;o)
    kv, Skagakonan

    SvaraEyða