sunnudagur, apríl 30

Norðlenskar söngkonur

Kristjana Arngrímsdóttir var æðisleg í Skálholtskirkju. Mér þótti hljómsveitin hennar líka mjög góð.

Kristjana býr í Eyjafirði. Í haust komu líka eyfirskir skemmtikraftar til okkar í sveitina og buðu okkur upp á fína dagskrá. Þá var líka hörkusöngkona í þeirra röðum, dóttir séra Hannesar Blandons, ég man ekki nafnið. Hún hafði gríðarlegt raddsvið og var flottust á lága registerinu. Í dag fengum við líka að heyra í einhverri Ösp Kristjánsdóttur. Hún var barasta þrælgóð. Þeir eru ríkir af söngkonum þarna fyrir norðan.

Vinur minn einn starfar við tónlistarstjórn af ýmsu tagi á Akureyri. Hann þarf ekki að leita út úr héraðinu að söngkonu þegar hann þarf á svoleiðis að halda. Svo mikið er víst!

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:08 e.h.

    Íslensk tónlist er DAUÐ eftir að Gröðu Gítarnaglarnir hættu.




    Bolvíkingur

    SvaraEyða
  2. Ha, ha! Ég þekki þig! Velkominn á vefinn minn.

    SvaraEyða