þriðjudagur, mars 28

Ekki með Bolungavik

Ein af vefsíðunum sem ég heimsæki nokkuð oft er síðan www.fotbolti.net. Þar eru skrifaðar fréttir og slúður um fótboltann hérna á Íslandi og víðar í Evrópu. Í dag las ég þar svör ungs leikmanns í FH við stöðluðum spurningum í lið á síðunni sem kallaður er Hin hliðin. Þessi leikmaður svarar þegar spurt er hvort það séu einhver félagslið sem hann gæti ekki hugsað sér að leika með að Bolungavík komi upp í hugann. Þetta get ég ekki skilið.

Hvernig gat honum dottið þetta svar í hug? Jafnvel þótt hann sé Ísfirðingur. Ég er viss um að hann er velkominn í liðið okkar og sjálfsagt yrði honum vel tekið. Ég svo aldeilis rasandi bit.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus7:04 e.h.

    Daglegur gestur af Skaganum á blogginu þínu ;O) Nú vantar mig að vita hvenær og hvar miðasala á tónleikana 8. apríl fer fram. Hafði hugsað með að mæta með eiginmann og jafnvel móður líka.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:52 e.h.

    Alveg ótrúlegt hvað rígurinn getur setið lengi í mönnum. Ég hélt að fólk yxi upp úr þessu, allavegna gerði ég það fyrir löngu síðan :) Áfram Bolungavík...

    SvaraEyða
  3. ...og áfram Ísó!

    SvaraEyða