mánudagur, febrúar 27

Heima í Víkinni

Þá er bloggað frá Bolungavík. Ég skrapp hingað vestur fyrir helgi, skildi börnin eftir hjá pabba og mömmu, flaug sjálfur aftur til Reykjavíkur. Þar var ég þangað til í gær. Nú komumst við ekki alveg strax vegna þess að það er þoka á Ísafirði. Við höfum haft það gott hérna.

Tónleikarnir gengu vel á laugardaginn. Það var troðfull kirkja og flutningurinn heppnaðist með ágætum. Seinni tónleikarnir verða í Skálholtskirkju laugardaginn fyrir páska, 15. apríl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli