Það er komin borðtölva á heimilið.
Þegar ég fékk mér fartölvuna gerði ég samning við vinnuveitanda minn um þau kaup. Sú tölva er vinnutækið mitt. Ég borga fyrir hana 2000 krónu leigu á mánuði í 3 ár. Eftir það er tölvan mín eða ég skila henni inn og geri nýjan samning. Síðan ég fékk þessa tölvu hefur ekki verið önnur tölva hérna heima. Og þegar ég er í vinnunni hefur verið tölvulaust á bænum. Það hefur gert Grétu erfitt fyrir í starfi hennar. Hún notar tölvuna og tölvupóst svo mikið í samskiptum við þá sem hún á í samstarfi við og við þá sem eru að eiga við hana viðskipti, fyrir nú utan alla svona persónulega tölvunotkun sem kemur vinnunni ekkert við. Nú hefur verið bætt úr þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli