Hæ, mikið rosalega skemmti ég mér vel um helgina. Það var alveg hrein unun að syngja með kórnum í Skálholtskirkju. Þvílíkur hljómburður! Gestir létu vel af dagskránni og gengu ánægðir út fullir jólagleði. Frábær dagur!
Nú er leynivinaleikur í gangi hjá okkur í skólanum. Það var líka svona í fyrra á aðventunni. Þá bað ég um tillögur hér um gjafir sem ég gæti gefið og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það má líka koma með tillögur núna. Ég er búinn að vera frekar mikill nirfill hingað til svo ég verð að enda þetta með stæl.
kv. Jólaálfurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli