fimmtudagur, júní 2

Rvk

Ég var með hóp af krökkum í Reykjavík í gær. Það var farið í Þjóðleikhúsið og allt skoðað þar, í hvern krók og kima. Síðan var haldið í Keiluhöllina og þar borðuðum við og tókum smá keilu. Við enduðum túrinn á ylströndinni í Nauthólsvík. Það var skemmtilegast. Glæsileg aðstaða sem Reykvíkingar eiga þar.

Það var gaman að sjá Grundaskóla á Akranesi fá viðurkenningu í gær. Frábær skóli - það er engin spurning.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli