þriðjudagur, júní 28

hitt og þetta

Lítið um blogg þessa dagana. Sumar. Já ég fór að spila fyrir Hrunamenn og gesti þeirra brekkusöngnum á Iðandi dögum á Flúðum. Þar andaði ég að mér miklum reyk af díselolíu því það hafði blotnað vel í brennunni og því þurfti að skvetta vel á timbrið. Og vindurinn feykti þessu öllu beint inn í vörubílskassann sem ég var inni í. Jæja, þeir tóku svo sem ágætlega undir blessaðir. Þetta gekk prýðilega.

Ég hef ekki spilað eins mikið eða sungið í háa herrans tíð eins og ég hef gert í vetur og vor. Og ég sem hélt að þetta væri liðin tíð. Nú er barasta kominn hugur í mig og ég er farinn að pæla í verkefnum næsta vetrar.

Perla kom eitthvað slöpp heim af leikskólanum í dag.

Á morgun byrja ég á nýju verkefni. Þaki í sveitinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli