sunnudagur, maí 22

Ferðalag

Í dag verð ég á ferð með börnin mín þrjú. Við erum búin að vera hjá mömmu og pabba í rúma viku. Það er áægtis ferðaveður, bjart og þurrt, en sólarlaust. Ferðin vestur gekk mjög vel, ég vona að ferðin heim aftur gangi eins vel.

Hringur var óvær í nótt. Það er fyrsta nóttin hérna fyrir vestan sem hann hefur ekki sofið sleitulaust. Svo var Hákon eitthvað slappur líka. Kannski þeir kvíði heimferðinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli