laugardagur, desember 4

Hotel Geysir

Í gærkvöldi fór starfsfólk skólans á jólahlaðborð á Hótel Geysi. Það er skemmst frá því að segja að maturinn var einstaklega ljúffengur. Ég leyfi mér að mæla með þessu jólahlaðborði fyrir hvern sem er.

Þarna var leikið á píanó undir borðum og svo sungu Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson nokkra smelli við gítarundirleik þess síðarnefnda.

Þarna hitti ég þennan frænda minn frá Bolungavík.

http://public.fotki.com/wwwkarl/gakka_ging_majia/desember/dsc01963.html

Hann er búsettur á Flúðum þar sem hann er umsjónarmaður með Íþróttahúsinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli