Hringur er búinn að vera með hita síðasta sólarhring. Strákgreyið vill bara kúra og sefur laust. Þetta hefur ekki oft komið fyrir hjá honum. Við héldum að þetta væri eitthvað í tengslum við tanntöku, en vitum ekki alveg hvort það geti verið að þetta hár hiti fylgi henni. Eru það ekki bara einhverjar kommur? Það glamrar alla vega ekki enn í gómnum á honum þegar teskeiðinni er stungið upp í hann!
Hvernig ætli hafi tekist til hjá Mugison á NASA? Ætli PapaMug hafi tekið lagið með honum? Sá þetta einhver?
Daði fór heim í dag. Foreldrar hans sóttu hann. Það var mjög skemmtilegt fyrir okkur öll að fá hann í heimsókn til okkar. Þeir hafa haft það verulega gott saman vinirnir. Það var gaman í gær þegar ég spilaði við þá Gettu betur. Þeir voru barasta mjög duglegir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli