þriðjudagur, júní 15

Selurinn

Selurinn, öðru nafni Guðrún Dóra Bjarnadóttir (við erum systkinabörn) heldur úti bloggsíðunni www.selurinn.blogspot.com. Hún var þar að pirra sig á föður sinum og einhverjum bókum sem hann hafði slysast með inn í herbergið hennar núna í vetur á meðan hún var í skólanum í Ungverjalandi. Þetta fer svo í hana að hún sagðist alvarlega vera að spá í að læsa herberginu sínu næsta vetur.

Ég sendi henni bréf áðan þar sem ég óskaði eftir því að fá herbergið hennar lánað undir ákveðna starfsemi. Spurning hvernig hún tekur því blessunin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli