þriðjudagur, júní 8

Kominn þriðjudagur

Það eru þrír dagar þangað til ég fer í sumarfrí. Það verður flutt austur í Reykholt núna í sumar. Það er enn ekki ljóst hvenær það getur orðið, en það verður alla vega fyrir 23. júlí.

Veðrið er búið að vera alveg meiriháttar gott á Akranesi þessa síðustu daga og hitinn alveg að kæfa okkur sem erum að vinna inni í skólanum. Heima gengur allt vel.

Þá er bara að halda því áfram.

Kv.
Kalli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli