miðvikudagur, maí 12

Stálið í vörn

Kristján Jónsson heldur úti bloggi sem ég les reglulega. Þetta er skemmtilegt blogg. Kristján er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og KR. Og nú spáir hann ÍA Íslandsmeistaratitli í fótbolta og Kr-ingum slæmu gengi. Svo líður honum eitthvað illa með framgöngu Sjálfstæðismanna í þjóðmálunum þessa dagana og er farinn að skrifa kjaftasögur um krankleika og innáskiptingar í þingliði stjórnarandstöðunnar. Ja hérna! Ætli þetta sé einhver taktík hjá honum?

Annars spái ég ÍA líka titlinum. Það er gott lið. Ég minni aftur á pistla Vilborgar á síðu ÍA.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli