sunnudagur, apríl 4

Heimsókn og söngkeppnin

Atli og Jakob Freyr komu í gær og voru hjá okkur fram á kvöld. Það var ljómandi skemmtilegt að fá þá. Við sáum Söngkeppni framhaldsskólanna.

Mér fannst Biggi Olgeirs standa sig gríðarlega vel. Var alveg handviss um að hann yrði í einu af þremur efstu sætunum. Hins vegar bjóst ég við öðrum í hinum tveimur sætunum. Mér fannst Elsa Jó sem söng fyrir FVA nokkuð góð og stelpa sem söng fyrir Kvennó. En skemmtilegast var náttúrulega að fylgjast með strákunum í hljómsveitinni þegar óborganlegi trúbadorinn frá Hornafirði var að flytja sitt númar. Þeir áttu mjög bágt með sig, af skiljanlegum ástæðum.

Já sei sei já,
Kalli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli