föstudagur, apríl 9

Föstudagurinn langi

Það er víst óhætt að segja að dagurinn hafi byrjað snemma. Perla María vaknaði rétt fyrir fimm í morgun. Þá var hún bara klár fyrir nýjan dag og var alls ekki á þeim buxunum að fara að leggja sig aftur. Nú ég fór náttúrulega á fætur með henni og við dunduðum okkur eitt og annað fram eftir morgni.

Ég hef verið að vinna í dag. Er þetta ekki týpískt? Búinn að vera að drepast úr leti, hangi heima í feðraorlofi á virkum dögum en fer svo að vinna á sjálfan föstudaginn langa.

Púlsinn er að taka á sig mynd sem ég er að verða sáttur við.

Tengdamamma kom til okkar og er hjá Grétu og krökkunum núna meðan ég er hérna í skólanum að sinna blaðinu. í kvöld ætlum við að borða saman.

Á morgun er brúðkaup & á sunnudaginn matarboð hjá Atla bróður. Það er nóg að gera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli