fimmtudagur, mars 4

Skaufur og kómeta

Áfram með getraunina.

Pabbi sendi inn tilgátu um að skaufur væri reki. Það er góð tilgáta en ekki rétt.
Mamma sendi mér í pósti þá hugmynd að skaufur gæti tengst ref því Þóra Hans, sem vinnur með henni, og er innan úr Djúpi, hafði sagt henni að skaufhali væri refur. Það er alveg rétt hjá Þóra og það má vel tengja skauf við þá loðnu skepnu, refinn. Skaufur er smápoki.

Heimild:
Íslensk orðabók
Mál og menning 1993

Í texta Ólafs Hauks, Ég heyri svo vel, dansa húsin og vindurinn hlær.

Getraunin núna er þessi:
Hvað merkir orðið kómeta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli