Já hann hafði það hafnarstjórinn! Hann þekkti Andrew Strong.
Auðvitað vissi ég að hann myndi vita þetta. Ég man eftir því þegar Papamug fór fyrst að berast bréf frá aðdáendum Mugison í útlöndum. Þá kom einhverju sinni bréf frá manni sem vildi eignast annað hvort fyrri verk Mugison eða Lonley Mountain í saumaða umslaginu (ég man ekki alveg hvað það var sem hann vildi). Nú Muggi sendi honum þetta og bað um í staðinn þessi aðdáandi stráksa útvegaði þeim feðgum eintaki af The Commitments á DVD. Og viti menn... ég veit ekki betur en að þetta hafi blessast.
Það eru víðfróðir, sigldir og stórskemmtilegir menn í frændgarði okkar! Ha ha ha!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli