miðvikudagur, mars 24

Það er drengur...

Í morgun, klukkan 8:29, fæddi Gréta sveinbarn.
Það vóg 4 kg. og 325 g., eða rúmar 17 merkur.
Lengdin er 57 cm.

Þetta er myndarlegur drengur og heilsast honum vel eins og móðurinni.
Fæðingin gekk vel. Við vorum komin á sjúkrahúsið klukkan 4 í morgun. Hildur Karen, frænka mín, kom og gætti barnanna, kom Hákoni í skólann og Perlu Maríu til Gullu dagmömmu.

Hákoni varð að ósk sinni: Nú á hann bæði systur og bróður.

Kv.
Kalli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli