mánudagur, mars 15

Breyttir kennsluhættir

Þessa dagana er verið að æfa upp leikþátt með hópi af unglingum í Grundaskóla. Leikþáttinn sömdu þeir sjálfir með aðstoð kennaranna, mín, Flosa og Gunnars. Það var verið að æfa til hálf tólf nú í kvöld.

Þetta er nokkuð sniðugt stykki held ég. Verið að skjóta á skólastjórnina sem hefur lagt mikið upp úr því að markaðssetja skólann sem framsækna menntastofnun í stöðugri sókn. Við breytum skólanum í svið fyrir raunveruleikasjónvarp.

Kalli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli