miðvikudagur, febrúar 25

Stóri hvellur

Nýja platan með hljómsveitinni Dr. Gunni er í tölvunni. Við fyrstu hlustun er sumt ÆÐISLEGT en ég er ekki eins hrifinn af þessu öllu og sumt finnst mér hreinlega leiðinlegt. Mest er ég hrifinn af laginu Á eyðieyju.

Ég var að koma úr fótbolta. Það var mjög gaman.

Hákon fékk vígalegar tennur í góminn í dag. Hann ætlar að vera Drakúla á ballinu á morgun. Við slepptum saltkjötinu í dag.

Gummi félagi minn seldi íbúðina sína í dag. Hún var mjög stutt á sölu og hann gat valið úr tilboðum og fór sáttur frá þessum viðskiptum. Kannski ég fari að huga að þessu sjálfur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli