föstudagur, febrúar 20

Kósíkvöld

Hákon vill hafa kósíkvöld í kvöld. Þá er fjölskyldan saman fyrir framan skjáinn (altari meðalmennskunnar, eins og Baldur Hafstað íslenskukennari í Kennó kallaði sjónvarpið) og borðar niðurskorið grænmeti eða sælgæti. Ég er að spá í að fara að drífa mig heim, skúra gólfin, kaupa stígvél á prinsinn í Axelsbúð og kaupa inn fyrir helgina.

Málfarshornið
Hér á Akranesi eru margir sem segja á helginni en ekki um helgina. Þessi notkun er almenn fyrir vestan. En þar frjósa menn enn úr kulda, hér frosna þeir. Ég kann ekki við það!

God weekend,
Kalli

1 ummæli: