Á morgun er stóri verslunardagurinn. Ég ætla með Grétu í Kópavoginn og Reykjavík og versla það allra síðasta fyrir jólin. Þegar ég var unglingur vann ég stöku sinnum í matvöruverslun á Ísafirði. Þá man ég eftir því að Þorláksmessa var ekki dagurinn sem skilaði mestri innkomunni. Nei miðvikudagurinnn fyrir skírdag var betri. En það var nú líka á Ísafirði þegar íbúatalan tvöfaldast þá páska sem einhver snjór er. Akranes er umþb tvöfald fjölmennari bær en Ísafjörður - á Ísafirði er amk tvöfalt meira um að vera en á Akranesi! Bara gaman að segja frá því.
PM var lengi að sofna. Hún getur öskrað alveg rosalega og hávaðinn í henni. Annað hvort verður hún búin að eyðileggja í sér röddina þegar hún verður vfarin að geta notað hana til syngja eða hún verði búin að að þjálfa hana svo vel að í öðru eins undrabarni hefur ekki heyrst!
Amma Perla á afmæli á morgun. Það er venjana að láta sjá sig aðeins á þeim bæ seinnipartinn.
Eigið gleðileg jól.
Kv.
Kalli
Es. Ég vil þakka Jenný fyrir að skrifa í gestabókina og hvetja aðra sem rata af tilviljun inn á síðuna til að fylgja hennar fordæmi. Þetta eru náttúrulega fréttir sérsniðnar að þörfum mömmu, Halldóru, Þóru og fleiri ættingja, en auðvitað hljóta fleiri að rekast inn endrum og sinnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli