Þessi Bolvíkingur hefur unnið í frystihúsinu og vann þar eitthvert sumar með Grétu minni og hún bar honum söguna vel. Ég man eftir honum að leika stöðu aftasta varnarmanns í þriðja flokki UMFB. En ég er eiginlega viss um að hann hafi aldrei leikið meistaraflokksleik. Gæti þó hafa gerst á þessum árum sem ekkert var að gerast hjá okkur í fótboltamálum nema eitthvert Vestfjarðarmót utan deildarkeppni KSÍ. Hann skildi vel út á hvað leikurinn gekk og var þess vegna góður að lesa leikinn og en hann skorti að flestu öðru leyti fótboltahæfileikana. En hann er nú samt íþróttamaður og gæti þess vegna hafa verið valinn Íþróttamaður Bolungavíkur eitthvert árið þótt ég muni ekki eftir því, svo góður er/var hann í einni íþróttagreininni.
Við hittumst hérna á Akureyri á dögunum. Hann var að svæfa barn sitt sem lá í barnavagni.
Hver er Víkarinn?
Hannes Már?
SvaraEyðaHeitir hann Halldór?
SvaraEyðaKv.Raggi Ingvars
Hannes Már spilaði marga leiki í meistaraflokki UMFB og BÍ og Fjölni líka. Marga leiki. Þetta er ekki hann.
SvaraEyðaHann heitir ekki Halldór, nei.
Einar Péturs?
SvaraEyðaSökum nálægðar þinnar við Daða og Ráðhildi þá dettur mér í hug skákmeistarinn Guðmundur Daðason???
SvaraEyðaKH
Ómar Dagbjartsson?
SvaraEyðaÁnægður með ágiskun Hemma hressa. Gott að fá þig aftur með í leikinn.
SvaraEyðaEn rétt hjá KH.
Hitti Gumma Daða.