mánudagur, júlí 12

Hver er Víkarinn?

Ég hitti Kristján Kristjánsson (son Nínu Gísla) frammi í Hrafnagili í gær. Ég hef ákveðið að sleppa honum við að vera Víkarinn þótt vissulega eigi hann rætur í Víkinni (finnst líka eins og ég hafi spurt um hann einhverntíma). En Kristján er duglegur að koma með ágiskanir hér og hefur stundum haft rétta svarið. Sjáum til hvað gerist í dag. Hann er náttúrulega í sumarfríi hér á Akureyri og er sjálfsagt ekkert að hanga í tölvunni. Kannski Maggi Már verði fyrri til að koma með svarið.

Eftir hjólreiðatúrinn hitti ég nefnilega Víkara í sundi. Þar var á ferðinni gamall nemandi minn, virkilega efnilegur námsmaður þá strax. Hann stóð sig vel á næsta skólastigi líka. Það veit ég af því ég söng í kór með skólameistaranum hans og spurði alltaf frétta af bolvísku krökkunum sem hjá honum voru, þótt ég þekkt þá svo sem ekki mikið. Maðurinn sem ég spyr hér um skrifaði nýlega skemmtilega frásögn í blöðin. Hann er frændi Fjólu Bjarna og Finnboga.

Hver er Víkarinn?

6 ummæli:

  1. Er þetta Fannar barnabarnði hennar Mörtu Sveina

    SvaraEyða
  2. Nei, nei. En Fanner er frændi hans líka.

    SvaraEyða
  3. Andri Jónsson, sonur Rögnu Magnúsar?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:20 e.h.

    Ævar Örn?
    KH

    SvaraEyða
  5. Jú, þarna kom það. Ævar Örn Jóhannsson, dóttursonur Ínu Sveina og þar með þremenningur við Fjólu og Finnboga (og reyndar marga aðra líka).

    SvaraEyða
  6. þetta vissi ég:) Langaði bara að koma því á framfæri:)

    Kv. Ásta María

    SvaraEyða