Bærinn er búinn að vera troðfullur af gestum og ég rakst á nokkra Víkara. Meðal þeirra voru tveir fótboltamenn sem voru að Pollamóti Þórs. Þeir eru þremenningar og annar þeirra er líka þremenningur við mig. Ég held að þeir hafi verið samherjar á þessu móti og keppti í lágvarðadeildinni.
Hverjir eru þessir frændur?
Er þremenningurinn við þig Bensi Einars? Man ekki eftir öðrum fótboltamanni „á þessum aldri“
SvaraEyðaKH
Það verður aðeins gefið rétt svar við báðum nöfnunum í einu. Þetta eiga að vera nægar vísbendingar fyrir þá sem til þekkja. Mótið er fyrir konur eldri en 25 ára og 30 ára karla og eldri. Bensi er 48 ára og við erum þrímenningar svo þetta gæti verið rétt. En þetta þarf samt ekkert að vera hann. Ég meina, Hjalli Gunn er líka þremenningur við mig. Þetta gæti allt eins verið hann.
SvaraEyða