þriðjudagur, mars 23

Víkarar á veggjunum

Ég er staddur í Reykjaskóla í Hrútafirði með nemendum úr Naustaskóla sem eru hér skólabúðum. Á skólaspjöldunum finn ég nokkra Víkara. Ég hef meðal annarra séð Unna Sigurjóns, Árna frænda á Ósi, Svönu Hrauna, Óla Helga, Ágúst Oddsson og bræður hans, Hjört og Kristján sem báðir komu nú aðeins við í Víkinni að lækna og spila körfubolta. Hér eru líka myndir af Betu Kitta Sala, Gunnu föðursystur minni og Bjarna frænda mínum Aðalsteinssyni, en þau störfuðu hér um langt árabil. Hérna fann ég líka Benjamín og Óskar syni Önnu og Kristins á Dröngum, Kristínu Guðbjartsdóttur og fleira fólk. En hvergi finn ég spjaldir frá því veturinn ´64-´65. Þar ætti að vera mynd af móður minni.

8 ummæli:

  1. Nafnlaus5:41 e.h.

    Fleira gott fólk þér tengt er þarna á veggjum, Frímannsbörn, Gunnar, Helga, Siggi og Bjarni (veit ekki um hin)Gunnar Júl, Finni frændi, Ella á Ósi, Sigga Björgm. Og ég man líka eftir Gumma Sigm.
    Eg held þeir hafi hent skólaspjaldinu með mér :(
    En það á að hittast í júní, 45 ár síðan ég útskrifaðist frá Rsk.
    Stína Halldórs.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:26 e.h.

    Búinn að koma auga á Helgu og Gunnar Frímanns. Ég var líka búinn að sjá gamla samkennara af Skaganum, Hrönn Jóns og Jóhönnu Karls, Guðmund Jóhanns mann Jóhönnu og líka Helgu Gunnars konu félaga Sigtryggs.
    Og svo nokkra fræga auðvitað.

    Kalli

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus8:21 f.h.

    ... og Hjört B. Hjartarson tónlistarmann og spilafélaga á Selfossi.
    .... Kalli

    SvaraEyða
  4. ... og frænkur mínar, Mæju Hrauna og þær systur Möggu og Eyrúnu Gunnars.

    SvaraEyða
  5. ... og Jónsínu konu Elís Þórs sem kenndi með mér á Skaganum og Þór Jóhanns kennara í Borgarnesi og Lilju Rafneyju á Suðureyri...

    SvaraEyða
  6. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða