Ég er aftur kominn með teina. Ég var í tannréttingum frá 6 eða 7 ára aldri og fram yfir 17 ára aldur. Þá var ekki gengið þannig frá málum að það ástand sem þá hafði verið skapað í kjaftinum á mér gæti haldist óbreytt í ókomna tíð. Og nú er ég kominn með teina framan á 8 tennur í neðri gómi. Þetta var límt upp í mig í gær og strekkt vel á því. Nú segi ég eins og Jens og ég meina það: „Mér er svo illt í tönnunum mínum."
Kalli minn! Þú forst í síðasta sinn til Guðrúnar 1. júlí 1993 eða á tuttugu ára afmælinu þínu! Er þér farið að förlast??
SvaraEyðaMamma
Mikið vorkenndi ég þér þegar ég sá hversu illt þér var í tönnunum þínum í dag. Vona að þetta fari að skána, þetta verður þess virði þegar þetta er búið.
SvaraEyða