miðvikudagur, október 14

Hver er Víkarinn?

Um síðustu helgi var starfsmannagleði hjá okkur sem störfum í skólanum þar sem ég er að kenna. Síðasti viðkomustaður minn kvöldið sem þetta stóð áður en ég fór heim var kráin þar sem ég hef verið að spila undanfarið. Þarna rakst ég á Bolvíking. Við töluðum nú ekkert saman, nema að ég lofaði honum að nú myndi ég spyrja um hann í leiknum Hver er Víkarinn?

Hér eru vísbendingar um Víkarann:
Hann var nemandi í Grunnskóla Bolungavíkur þegar ég kenndi þar 97-99. Hann slapp samt að mestu leyti við mig. Ég kenndi aftur á móti árgöngunum sem eru eldri en hann og einum árgangi sem er yngri en hann.
Hann er meiri Skagamaður en ég. Þótt ég hafi búið á Skaganum en hann ekki. Hann á sennilega skyldmenni á Skaganum í móðurætt og ég veit fyrir víst að hann á þar fjölda skyldmenna í föðurætt. Meðal annars gamla nemendur mína. Fyrir skömmu nafngreindi ég tvo frændur hans hér á síðunni.

Hver er Víkarinn?

5 ummæli:

  1. Nafnlaus7:07 e.h.

    Á kaffi Amour 97-99 einu ári yngri en þeir sem þú kenndir. Ég vænti þess að þetta sé fjölmiðlafræðineminn Bjarni Pétur Jónsson, sem gisk því ég hef aldrei vitað að hann ætti skyldmenni á Skaganum. Kv. Birgir Olgeirsson

    SvaraEyða
  2. Hárrétt. Ég hitti Bjarna Pétur þar. Er hann í HA. Og ekki komið enn til að heyra mig spila!!!!!?????

    Auðvitað á hann skyldmenni á Skaganum. Ég held að ég muni það rétt að Ingibjörg mamma hans sé þaðan. Svo búa systkini föðurömmu hans á Skaganum og eiga fjölda afkomenda. Líflegt fólk allt saman.

    Áður hafði ég nafngreint Ellana í Kraftaverk. Þeir eru þremenningar við BPJ.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:06 e.h.

    Kalli, þú ert að verða sleipur í ættfræðinni ;o)
    móðir þín

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:01 e.h.

    Þú ert algjört ættfræði uppflettirit. Ég efast um að Bjarni Pétur viti af þessu sjálfur.

    En jú hann er í HA. Ég sendi honum skammir fyrir að hafa ekki mætt og hlustað á þig.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus11:50 e.h.

    Svei mér þá! Núna er ég fyrst orðinn frægur. Annars eru þetta allt þekktar og réttar staðreyndir held ég. Ég saknaði reyndar tónlistarkennslunnar í Grunnskólanum, ætli við höfum ekki verið í c.a. 3. bekk og þú nokkrum árum eldri.
    Að lokum varðandi mætingarnar á pöbbinn þá vantar þig greinilega upplýsingafulltrúa, við getum rætt þau mál betur eftir 3 ár!
    Kv. Bjarni Pétur

    SvaraEyða