miðvikudagur, september 9

Hver er Víkarinn?

Þennan Víkara hitti ég í afmælisveislu þar sem ég var að spila í sumar. Hann flutti úr Víkinni fyrir nokkrum árum. Einu sinni kom hann mér og fjölskyldu minni til hjálpar þar sem við vorum í nauðum stödd á fjallvegi. Er ég honum ævinlega þakklátur fyrir þá hjálp og hvernig hann leysti það verk allt saman.

Hann var mjög áberandi og virkur í félagsstörfum í bænum. Auk þess gegndi hann starfi þar sem allir bæjarbúar vissu af honum og þekktu hann undir viðurnefni sem tengdi hann við starfið.

Hver er Víkarinn?

9 ummæli:

  1. Nafnlaus8:37 e.h.

    Ágúst Oddsson? kv K

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:06 e.h.

    Ég veit hver þetta er, en í hvaða afmæli?
    mamma

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:33 f.h.

    Ég giska á Helga Birgis

    Kv Þröstur Ernir

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:51 f.h.

    Er þetta ekki Valli lögga ?

    Kv. Jói Hauks

    SvaraEyða
  5. Ég ætlaði líka að giska á Valla löggu. Loksins dettur mér einhver í hug í þessum leik.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus3:20 e.h.

    Pétur læknir????

    Kv. Erla Rán

    SvaraEyða
  7. Jú, Valli lögga.
    Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna. Velkominn til leiks Jói Hauks. Vissirðu að einu sinni spurði ég um þig? Gott hjá þér líka Dóra.

    Ég hitti Valla og Hönnu í sameiginlegri afmælisveislu móður og systur Kristjáns Freys, sem var haldin á Valseyri í Dýrafirði. Þar aðstoðuðum við Stebbi Baldurs félaga okkar, Kristján Frey, við spileríið.

    Valli dró mig einu sinni yfir Steingrímsfjarðarheiði í fljúgandi hálku og fylgdi okkur alla leið niður í Hólmavík. Perla María var ekki nema rúmlega ársgömul og Gréta var gengin sex mánuði með Hring, Hún rambaði þarna á barmi taugaáfalls eftir að bíllinn hafði runnið afturábak niður brekku og endað þversum á vegbrúninni þegar ég reyndi aftur við brekkuna.

    SvaraEyða
  8. Sorrí, ég hafði aldrei spurt um Jóa Hauks. Það var Ingi Hauks sem ég hitti í fyrravetur og spurði að sjálfsögðu um hann hér.

    SvaraEyða
  9. Sorrí, ég hafði aldrei spurt um Jóa Hauks. Það var Ingi Hauks sem ég hitti í fyrravetur og spurði að sjálfsögðu um hann hér.

    SvaraEyða