þriðjudagur, apríl 7

Úr söngbókinni

Þessi tilfinning
(1994) Lag & texti: Karl Hallgrímsson

söknuð minn og sorg
sjálfur ber á torg
þar í þéttri borg
er þessi tilfinning
engan gefur grið
grætur ástandið
seint hún finnur frið
- þessi tilfinning

býr í hjörtum ótal elskenda
sem vita að ástin
verður ástand
- ekki tilfinning

Lifði lengi og dó
í lífsins ólgusjó
var þreytt og þótti nóg
- þessi tilfinning
grimm á svip og grá
geym´ana augun blá
var lengi að líða hjá
- þessi tilfinning

býr í hjörtum ótal elskenda
sem vita að ástin
verður ástand
- ekki tilfinning

þessi tilfinning

1 ummæli:

  1. Man eftir þessu lagi. Fallegt lag og auðvelt að fá á heilann.
    Sjáumst vonandi fyrir vestan á morgun.

    SvaraEyða